Rafeindatækni

NámsgreinRI REI1003
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Davíð Freyr Jónsson
Lýsing
Í áfanganum verður farið yfir undirstöðuatriði rafeindatækninnar. Ýmsar gerðir af hálfleiðaraíhlutum verða skoðaðir eins díóður, BJT, MOSFET, aðgerðarmagnarar og týristorar og rafeindarásir þar sem þessir íhlutir eru notaðir. Farið verður yfir notkun hermiforrita til að herma virkni rafeindarása. Nemendur kynnast gagnablöðum íhluta og hvernig á að nýta þau við hönnun og viðhald rafeindarása. Verklegar æfingar verða gerðar þar sem nemendur læra á grunnvirkni sveiflusjáa og notkun þeirra við mælingar á rafeindarásum.
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á undirstöðuatriðum rafeindatækninnar. Nemendi kynnist meðal annars eftirtöldum íhlutum:
•    Díóðu
•    BJT (Bipolar Junction Transistor)
•    MOSFET og IGBT
•    Týristor
•    AðgerðarmagnaraNemendur kynnast eftirtöldum rásum og hugtökum:
•    Hálf- og heilbylgjuafriðill
•    Spennureglun með Zenerdíóðu
•    BJT magnarastig
•    Magnarastig með aðgerðarmagnara
•    Neikvæð afturverkun
•    MOSFET sem aflrofi
•    Púlsvíddarmótun (PWM)
•    Tíðnisvörun magnarastiga
•    Línulegir spennureglar

Leikni: Við lok námskeiðs á nemandi að geta:
•    Fundið gagnablöð íhluta og nýtt sér upplýsingar í hönnun og útreikningum.
•    Hermt einfaldar rafeindrásir í þar til gerðum hugbúnaði.
•    Hannað hálf- og heilbylgjuafriðil.
•    Notað zenerdíóður til spennureglunar.
•    Hannað magnarastig með BJT og aðgerðarmagnara með fyrirfram ákveðinni mögnun.
•    Reiknað tíðnisvörun magnarastiga.
•    Hannað einfaldan línulegan spennuregli með BJT, aðgerðarmagnara og zenerdíóðu.
•    Notað sveiflusjá til að gera mælingar á rafeindarás.

Hæfni: Við lok námskeiðs á nemandi að hafa tileinkað sér eftirfarandi hæfni:
•    Geta metið hvort íhlutur uppfyllir kröfur út frá þeim upplýsingum sem framleiðandi gefur í gagnablaði, t.d. um spennu, straum, hita, tíðnisvörun o.þ.h.
•    Lagt mat á hvort tiltekin rafeindarás uppfylli ákveðnar kröfur, t.d. um spennu, straum, hita, tíðnisvörun o.þ.h.
•    Lagt mat á virkni rafeindrásar út frá mælingum með sveiflusjá og fjölsviðsmæli og metið þörf á sérfræðiaðstoð.
•    Geti sett fram kröfur til rafeindarásar og hannað rás sem uppfyllir þær kröfur.
•    Geti fundið íhlut á netinu út frá kröfum sem gefnar eru.

Námsmat
3 klst. skriflegt próf.
Lesefni
Aðalbók:Electronic Devices
Höfundur:Thomas L. Floyd
Útgefandi:PEARSON
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska